„Gríman er að falla“

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að heimsbyggðin sjái nú skýrt að rússneskar hersveitir séu að berjast í Úkraínu. NATO birti í dag gervihnattarmyndir sem sýna rússneska hermenn í landinu berjast við hlið aðskilnaðarsinna.

Obama, sem ræddi við blaðamenn í Washington í dag, sagði að Bandaríkjaher yrði ekki beitt í Úkraínu en að hét því að vernda að bandamenn í NATO.

Þá hefur Obama ákveðið að taka á móti Petro Porosénkó, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í næsta mánuði til að ræða ástandið í landinu. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund í New York í dag vegna átakanan í Úkraínu. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í ráðinu sagði að Rússar yrðu að hætt að segja ósatt, en hann sakaði rússensk stjórnvöld um að senda hermenn, skriðdreka og vopn til stuðnings baráttu aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins. 

„Rússar verða að hætta að ljúga og hætta að ýta kynda undir ófriðinn,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. 

„Gríman er að falla. Við sjáum hvað Rússar eru að gera; þeir eru vísvitandi að styðja og berjast nú við hlið ólöglegra aðskilnðarsinna í öðru fullvalda ríki,“ sagði hún. 

NATO segir að a.m.k. 1.000 rússneskir hermenn séu í landinu og að þeir veiti aðskilnaðarsinnum stuðning, en þeir hafa barist við stjórnarhersveitir í Úkraínu frá því í apríl. Stjórnvöld í Rússlandi hafa ávallt haldið því fram að rússneskir hermenn séu ekki í landinu. 

Obama á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag.
Obama á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. AFP
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, á fundi öryggisráðsins í …
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, á fundi öryggisráðsins í dag. AFP
Stríðsátökin í Úkraínu hafa staðið yfir í fjóra mánuði.
Stríðsátökin í Úkraínu hafa staðið yfir í fjóra mánuði. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert