Hlutar Kaupmannahafnar á floti

Leigubílstjóri sést hér bíða eftir aðstoð í Kaupmannahöfn í nótt, …
Leigubílstjóri sést hér bíða eftir aðstoð í Kaupmannahöfn í nótt, en bifreiðin komst ekkert áfram í vatnselgnum. AFP

Hlutar Kaupmannahafnar voru á floti í morgun eftir mesta úrhelli sem gert hefur í borginni síðan 2. júlí 2011. Á þremur tímum í morgun féll regn sem samsvaraði 104 mm.

Vatnið var sumsstaðar svo mikið að það náði yfir vélarhlífar bíla.

Slökkviliði borgarinnar bárust 44 köll eftir aðstoð vegna tjóns af völdum vatnselgsins. Hraðbrautir voru lokaðar og lestarteinar ónothæfir sökum vatnavaxta. Meðal þeirra staða sem urðu illa úti í rigningunni var Vestre-fangelsið. Talsmaður fangelsisins sagði þó að öryggi fanganna væri ekki ógnað vegna þessa. Þá var Tívolí á floti í morgun.

Öryggisfyrirtækið Falck fékk um 100 útköll frá fólki sem hafði lent í því að vatn flæddi inn í kjallara þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert