Ákærð fyrir kynlíf með nemendum

Ashley Dowden
Ashley Dowden Huffington post

Kvenkyns enskukennara í borginni Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum, hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa átt í meintu kynferðislegu sambandi við 16 ára gamlan karlkyns nemanda sinn. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Huffington post.

Kennarinn, Ashley Dowden, er 41 árs gömul, og því er 25 ára aldursmunur á henni og nemandanum, en meint samband stóð yfir frá maí til júní á þessu ári. Dowden hefur verið ákærð vegna málsins.

Foreldrar drengsins höfðu samband við lögreglu 12. ágúst eftir að hafa fundið óviðeigandi smáskilaboð í síma hans. Foreldrarnir höfðu komist að því að skeytin voru frá kennara drengsins í skólanum, og eftir að þau spurðu hann um skilaboðin viðurkenndi hann að eiga í óviðeigandi sambandi við Dowden.

Drengurinn var yfirheyrður vegna málsins 16. ágúst síðastliðinn og játaði hann þar að hafa stundað kynlíf með Dowden á skólalóðinni.

Lögreglumenn fundu nektarmyndir af Dowden, ásamt kynferðislegum smáskilaboðum áður en sú grunaða var færð til yfirheyrslu 21. ágúst. Í fyrstu neitaði Dowden sök, en lögreglumenn segja það hafa breyst eftir að þeir sögðust hafa undir höndum sannanir úr síma drengsins. Þá játaði Dowden að hafa stundað kynlíf með drengnum jafnframt því að hafa sent honum nektarmyndir og óviðeigandi smáskilaboð.

Fimm dögum eftir að hafa verið ákærð fyrir brotið, var Dowden jafnframt ásökuð um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við 18 ára gamlan nemanda við Riverdale Christian Academy. Þar sem nemandinn var orðinn lögráða var Dowden ákærð fyrir óheimila kynferðislega hegðun milli kennara og nemanda. Að sögn lögreglu hitti hún nemandann í hádegishélum á skólalóðinni og þau stunduðu kynlíf.

Eftir að Dowden var ákærð, var hún rekin frá skólanum. Í æviágripi um hana á heimasíðu skólans, sem nú hefur verið fjarlægt, kom fram að hún bæri búin að vera gift í 10 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert