Farið fram á framsal fjölskyldunnar

Naghemeh King og Brett King
Naghemeh King og Brett King AFP

Foreldrar fimm ára gamals drengs, Ashya King, sem tóku son sinn af sjúkrahúsi í Bretlandi án heimildar frá læknum, komu fyrir dómara á Spáni í dag. Farið er fram á að fólkið verði framselt til Bretlands.

Brett King, 51 árs og eiginkona hans, Naghemeh King, 45 ára, voru handtekin á Spáni um helgina á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar eftir að þau fóru með fárveikan son sinn af sjúkrahúsin í Bretlandi án heimildar. Drengurinn er með heilaæxli og eru einungis nokkrir dagar síðan hann fór í stóra aðgerð vegna æxlisins.

Drengurinn fær næringu í gegnum slöngu og óttaðist lögregla um líf hans. Eftir að fjölskyldunnar hafði verið leitað í tvo sólarhringa fannst hún á gistiheimili á Costa del Sol á laugardag. Í myndskeiði sem faðirinn birti á YouTube segist hann hafi tekið drenginn af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki ánægður með umönnun hans þar. King sagði að hann vildi að sonur hans fengi læknishjálp í öðrum löndum. Það er læknismeðferð sem ekki er í boði í breska heilbrigðiskerfinu.

Í öðru myndskeiði á YouTube ver bróðir Ashya, Naveed King, foreldra þeirra og segir að fjölskyldan hafi verið með allt það sem þyrfti til svo tryggt væri að drengurinn fengi sömu meðferð og hann fengi á sjúkrahúsinu.

AFP
Ashya King.
Ashya King. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert