Varar við stórstríði við Rússa

Valeríj Geletey, varnarmálaráðherra Úkraínu.
Valeríj Geletey, varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP

Hersveitir Úkraínu hörfuðu í dag frá flugvelli í austurhluta landsins sem þær höfðu áður náð á sitt vald og ráða aðskilnaðarsinnar honum nú. Aðskilnaðarsinnar hafa sótt fram undanfarna daga og tekið hundruð úkraínskra hermanna til fanga.

Fram kemur í frétt AFP að stjórnvöld í Kænugarði hafi varað við því að hætta væri á stórstríði við Rússland en rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því ítrekað að rússneskir hermenn berjist í Úkraínu við hlið aðskilnaðarsinna.

Varnarmálaráðherra landsins, Valeríj Geletey, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hætta væri á meiri átökum en sést hefðu í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og kostað gætu tugi þúsunda lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert