Virðast ætla að hafna sjálfstæði

Skoðanakannanir á síðustu metrunum áður en Skotar kjósa í þjóðaratkvæði um það hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki eða vera áfram hluti af breska konungdæminu benda til þess að sjálfstæði verði hafnað. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram á morgun fimmtudag.

Barátta andstæðra fylkinga hefur náð hámarki undanfarna daga enda hafa skoðanakannanir bent til þess að mjög mjótt verði á mununum. Þrjár kannanir í gær bentu til þess að sjálfstæðissinnar væru að vinna aðeins á en að sambandssinnar myndu engu að síður hafa nauman sigur samkvæmt frétt AFP. Búist er við að baráttan standi allt fram á síðustu stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert