Gerðu loftárásir í Írak

Herþotur af gerðinni Rafale gerðu árásir á skotmörk í Írak.
Herþotur af gerðinni Rafale gerðu árásir á skotmörk í Írak. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að franskar herþotur séu búnar að gera sínar fyrstu loftárásir á liðsmenn samtakanna Ríkis íslam í Írak. Í yfirlýsingu frá forsetanum segir, að árásirnar hafi verið gerðar í norðausturhluta landsins.

Frakkar hafa þegar hafið eftirlitsflug yfir Írak og hafa útvegað kúrdískum hermönnum vopn í baráttunni við liðsmenn samtakanna.

Hollande sagði í gær, að hann hefði orðið við ósk Íraka um stuðning úr lofti. Hann segir að herinn muni aðeins ráðast á liðsmenn Ríkis íslams í Írak en ekki í Sýrlandi. Þá sagði forsetinn að hann myndi ekki senda hermenn inn í landið. 

Skrifstofa forsetans greindi frá því í dag, að herþorturnar hefðu náð að granda öllum skotmörkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert