Fundu lífsýni á líki konunnar

Hannah Witheridge og David Miller.
Hannah Witheridge og David Miller. AFP

Lífssýni tveggja manna frá Asíu fundust á líki Hönnu Witheridge, 23 ára bresks ferðamannas sem fannst látin á eyjunni Koh Tao á Taílandi ásamt kærasta sínum fyrr í vikunni.

Sky-sjónvarpsstöðin hefur birt myndir úr öryggismyndavél en þar sést til ungu konunnar nokkrum klukkustundum áður en hún var myrt. Þar sést hún ganga á milli skemmtistaða ásamt vinum sínum.

Alvarlegir höfuðáverkar voru á líki Witheridge, en svo virðist sem David Miller, kærasti hennar, hafi verið skotinn í höfuðið og drekkt. Hlúajárn fannst nálægt staðnum þar sem lík fólksins voru og var blóð úr Witheridge á því.

Lögregla veit ekki hverjum lífsýnin tvo tilheyra. Búið er að yfirheyra fjölda fólks á eyjunni.

Eyj­an Koh Tao er þekkt fyr­ir hvít­ar og fal­leg­ar baðstrend­ur og fag­ur­blátt haf. Mjög vin­sælt er meðal kafara að koma þangað en þrátt fyr­ir það eru ferðamenn ekki eins marg­ir þar og á ná­granna­eyj­unni Koh Phang­an sem er afar vin­sæll áfangastaður bak­poka­ferðalanga sem taka full­an þátt í því næt­ur­lífi sem eyj­an hef­ur upp á að bjóða.

Þrír yfirheyrðir í tengslum við morðin

Breskir ferðamenn myrtir í Taílandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert