Kjósendur blekktir með loforðum

Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands.
Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands. AFP

Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands, segir að þeir sem höfnuðu sjálfstæði Skotlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram í vikunni hafi verið blekktir með síðbúnum loforðum um meiri völd. 

Salmond tilkynnti á föstudaginn að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra í kjöl­far niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands sem fór fram í gær. 55,42% Skota vildu ekki að landið yrði sjálf­stætt ríki. Hann hyggst einnig segja af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert