Björn varð göngumanni að bana

mbl.is/Ómar

Ungur bandarískur háskólanemi lét lífið þegar svartbjörn réðist á hann er maðurinn var á fjallgöngu ásamt félögum sínum. Atvikið átti sér stað sl. sunnudag í Apshawa-friðlandinu, sem er um 65 km vestur af New York-borg. Sérfræðingar segja að afar sjaldgæft að birnir ráðist á menn. 

Maðurinn sem lést hét Darsh Patel og var 22 ára. Han var ásamt fjórum félögum sínum er þeir mættu birninum, sem er sagður hafa vegið um 136 kíló. Björninn stóð við Patel þegar lögreglumenn fundu líkið, en þeir brugðust við með því að fella dýrið.

Um 2.400 birnir eiga heima í skóglendinu í norðurhluta New Jersey, en fram kemur í fjölmiðlum að björn hafi síðast orðið manni að bana á þessu svæði árið 1852, eða fyrir162 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert