Yara var barin með kökukefli

Yara var aðeins átta ára þegar hún lést.
Yara var aðeins átta ára þegar hún lést. Skjáskot af Expressen

Talið er að Yöru, átta ára stúlku sem lést í Karlskrona í Svíþjóð í vor, hafi verið ráðinn bani með kökukefli.

Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglu vegna rannsóknar málsins. „Mér líður eins og ég hafi fengið hjartaáfall,“ segir faðir stúlkunnar í samtali við Aftonbladet.

Tilkynning barst til lögreglu klukkan hálf 10 kvöldið sem Yara lést. Lögregla og sjúkralið komu fljótleg á vettvang, en Yara bjó í íbúð í fjölbýlishúsi ásamt ættingjum sínum. Þegar þangað var komið var stúlkan látin. Miklir áverkar voru á líki stúlkunnar.

Frændi Yöru og kona hans sitja enn í gæsluvarðhaldi, grunuð um morð.

Í skýrslunni kemur fram að litla stúlkan hafi mátt sæta harkalegu ofbeldi. Flestir áverkana hlaut hún sama dag og hún lést en einnig voru eldri áverkar á líkinu. Kökukeflið, sem talið er að hafi verið notað til að veita Yöru áverkana, fannst í íbúðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert