Ebóla staðfest í Bandaríkjunum

Heilbrigðisstarfsfólk í Gíneu undirbýr sig fyrir að að flytja sjúkling.
Heilbrigðisstarfsfólk í Gíneu undirbýr sig fyrir að að flytja sjúkling. AFP

Fyrsta tilfelli ebólu í Bandaríkjunum hefur verið staðfest af þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Veiran mun hafa greinst í sjúklingi í Dallas, Texas. Sjúklingurinn var settur í sóttkví í gær vegna einkenna og tengslum þeirra við ferðalög sjúklingsins nýlega sem þóttu benda til ebólu smits.

Engin tilfelli ebólu hafa áður komið upp í Bandaríkjunum en nokkur fjöldi bandarískra lækna og annarra sjálfboðaliða í Vestur-Afríku hefur þó smitast af veirunni og leitað sér lækningar í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert