Lækna ristilkrabbamein með gigtarlyfjum

Ástralskir vísindamenn hafa hugsanlega uppgötvað nýja leið til að meðhöndla ristilskrabbamein. Fyrstu niðurstöður þeirra benda til þess að lyf sem nú eru notuð við liðagigt, psóríasis og minniháttar bandvefsbreytingum geti haft jákvæð áhrif á 80% æxla.

Sérstaka athygli hefur vakið að þó svo að lyfin ráðist gegn sýktum frumum virðast þau gera það án þess að skaða heilbrigðar frumur. 

Lyfin, sem kölluð eru JAK hindranir, voru upprunalega prófuð á músum og þótti það gott merki að mýsnar grenntust ekki við lyfjagjöfina og virtust halda heilsu sinni. Þar sem lyfin hafa þegar verið prófuð og notuð á mannfólk vegna annarra sjúkdóma eru vísindamennirnir bjartsýnir á að ekki muni taka langan tíma að koma lyfjunum í umferð gegn ristilkrabbameini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka