Óttast blóðbað í Kobane

Liðsmenn Ríki íslams eru komnir inn í bæinn Kobane sem er á landamærum Sýrlands og Tyrklands og er barist á götum úti. Kúrdar eru illa búnir vopnum í bænum og óttast margir fjöldamorð á Kúrdum ef ekki verður gripið inn.

Ríki íslam hefur náð yfirhöndinni í þremur hlutum bæjarins og blakta svartir fánar þeirra þar við hún. Talið er að um tvö þúsund íbúar bæjarins (sem eru Kúrdar) hafi flúið yfir landamærin til Tyrklands í gær en alls hafa yfir 160 þúsund Sýrlendingar, flestir Kúrdar, flúið yfir til Tyrklands af þessu svæði undanfarið. 

Á BBC í gær var haft eftir Karwan Zebari, talsmanni héraðsstjórnar Kúrda að það yrði skelfilegt ef Ríki íslam næði bænum á sitt vald. „Ef fram heldur sem horfir, ef engin alþjóðleg hjálp berst, hernaðaraðstoð til að aðstoða íbúa Kobane og þá Kúrda sem þar berjast, þá getur bærinn fallið í hendur Ríki íslam,“ sagði hann í gær.

Asya Abdullah, kúrdískur stjórnmálamaður sem er í Kobane segir í samtali við BBC Newshour að bardagar geisi enn. Hún segir að barist sé á götum úti en enn séu þúsundir íbúa enn í bænum og liðsmenn Ríki íslam beiti þungavopnum. „Ef þeir verða ekki stöðvaðir nú þá  verði blóðbaðið skelfilegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka