Fann eitraða kónguló í bananaknippi

Banana könguló finnst aðallega í Mið- og Suður-Ameríku.
Banana könguló finnst aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Mynd/Wikipedia

Fjölskyldufaðir í Suður-London varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu nýlega er hann fann eitraða kónguló í bananaknippi sem hann fékk sent heim til sín.

Í ljós kom að um var að ræða svokallaða bananakónguló en hún er ein af eitruðustu kóngulóm heims. Eitrið herjar á miðtaugakerfið og getur bit hennar leitt fólk til dauða. Maðurinn hringdi í matvöruverslunina Waitrose, en heimsendingin kom þaðan.

Starfsmaður Waitrose kom á heimilið en þá var kóngulóin horfin. Hafði hún skilið eftir sig belg með þúsundum eggja.

Fjölskyldan flúði heimilið á meðan starfsmaður Waitrose hringdi á meindýraeyði sem eyðilagði eggin og fann á endanum kóngulóna og kom henni í plastílát.

Samkvæmt frétt The Independent ógnaði kóngulóin meindýraeyðinum og sýndi m.a vígtennur sínar og gerði sig líklega til þess að bíta hann. 

Fjölskyldan treysti sér ekki til þess að snúa aftur á heimili sitt og fékk að gista heima hjá vinafólki fyrst um sinn.

Talsmaður Waitrose sagði í yfirlýsingu að öryggi viðskiptavina væri forgangsatriði hjá keðjunni. „Við gerðum allt sem við gátum til þess að sjá um viðskiptavinina eftir þetta atvik. Við höfum beðist afsökunar. Þó að þetta sé mjög óalgengt er þetta tekið mjög alvarlega og verður nú unnið með birgi okkar í Brasilíu til að þetta gerist ekki aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert