Grunur um ebólu í Stokkhólmi

Frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. AFP

Nú hefur verið staðfest að grunur leiki á að maðurinn sem var fluttur með sjúkrabíl frá Arlanda-flugvelli Stokkhólmi í kvöld sé hugsanlega smitaður af ebólu. Talskona Karolinska sjúkrahússins, þar sem maðurinn er nú í einangrun, staðfestir þetta í samtali við sænska ríkissjónvarpið.

Nokkrir dagar munu líða þar til hægt er að segja til um hvort maðurinn sé smitaður af ebólu. Þangað til mun hann dvelja í einangrun á sjúkrahúsinu. Starfsmaður flugvallarins tók eftir manninum þar sem hann sat á bekk og leit út fyrir að vera lasinn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert