Grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Samtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að þeim hafi borist myndskeið sem sýni liðsmenn Ríki íslams grýta konu til bana fyrir hjúskaparbrot. Faðir konunnar var viðstaddur morðið og sést konan biðja föður sinn afsökunar á broti sínu í myndskeiðinu.

Í frétt Al Arabiya kemur fram að myndskeiðið er tekið upp í Hama þar sem Ríki íslams ræður yfir stóru svæði.

Tveir liðsmenn Ríki íslams hvetja föðurinn til þess að fyrirgefa dóttur sinni þar sem hún muni yfirgefa þetta jarðríki og mæta Guði. Það var faðir hennar sem batt hana og dró hana að holu þar sem hún var grýtt til bana. 

Í júlí grýttu liðsmenn Ríki íslams tvær konur til bana í Raqqah héraði og eins var maður grýttur til bana í Mosul í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert