12 ár fyrir hryðjuverkasamsæri

Mikill viðbúnaður var í miðbæ Ottawa í gær.
Mikill viðbúnaður var í miðbæ Ottawa í gær. AFP

Fyrrverandi tæknifræðingur frá Ottawa í Kanada var í dag dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að stuðla að hryðjuverkum. Maðurinn, sem heitir Misbahuddin Ahmed og er þrítugur, var sakfelldur í júlí, en var sýknaður af ákæru um að hafa búið til sprengjur í þeim tilgangi að nota í hryðjuverkum. 

Dómurinn var birtur daginn eftir að byssumaður skaut hermann til bana í borginni og hleypti einnig af skotum við kanadíska þinghúsið. Byssumaðurinn var síðar drepinn af lögreglumanni. Skotárásin tengist máli Ahmeds ekki.

Ahmed var ásamt tveimur öðrum mönnum handtekinn árið 2010. Yfirvöld sögðu hann þá hafa skipulagt að ráðast inn á kanadíska herstöð þegar varnarmálaráðherra landsins og æðsti yfirmaður varnarmála voru þar samankomnir. Lögregla sagði mennina hafa haft í höndum öll efni sem til þurfti til að búa til sprengju. 

Þrjár skotárásir í Ottawa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert