„Hann virkaði mjög eðlilegur“

Mikil sorg ríkir í skólanum eftir atburðinn.
Mikil sorg ríkir í skólanum eftir atburðinn. AFP

Nemanda við Marysville-Pilchuck mennta­skól­an­n í Washington-ríki sem hóf skotárás í skólanum fyrr í dag, hefur verið lýst af bekkjarfélögum sem hamingjusömum og vinsælum ruðningsspilara, sem nýlega hafði lent í ágreiningi við annan nemanda.

Nemandinn, Jaylen Ray Fryberg, dró byssu upp úr vasa sínum og hóf skothríð í matsal skólans um klukkan 10:30 í morgun á staðartíma. Fryberg skaut stúlku til bana og særði þrjá drengi til viðbótar lífshættulega áður en hann sneri byssunni að sér og framdi sjálfsmorð. Alls slösuðust sjö í árásinni.

Fryberg var fyrsta árs nemi við skólann og því aðeins 15 ára gamall. „Hann virkaði eins og góður strákur, og hann átti fullt af vinum,“ sagði Erick Cervantes, skólafélagi Frybergs, í samtali við NBC fréttastofuna. „Stundum sá ég samt að augnaráð hans var öðruvísi, sérstaklega í dag. Hann virkaði mjög reiður.“

Fyrir viku síðan var Fryberg krýndur árshátíðarprins skólans. „Hann virkaði mjög eðlilegur,“ sagði Madison White, skólafélagi hans, í samtali við fréttastofuna. 

„Þetta er mikið áfall fyrir alla. Hann var yfirleitt mjög kátur,“ sagði Bryce Vitcovitch, liðsmaður í ruðningsliði skólans. Vitcovitch sagði Fryberg hafa lent í deilum við annan nemanda nokkrum dögum fyrir atvikið og kýlt hann. Fyrir utan það hefði hann ekki átt í deilum við neinn, og hafði ekki verið strítt.

Lögreglumenn segja Fryberg þó einnig hafa átt í ágreiningi vegna stelpu. Á Twitter-síðu hans má sjá margar stöðuuppfærslur þar sem hann virðist vera í ástarsorg. Síðustu stöðuuppfærsluna setti hann inn á síðu sína í gær, en þar segir hann „Þetta mun ekki endast.... Þetta mun aldrei endast....“

Þrír í lífshættu eftir skotárásina

Skotárás í skóla í Washington-ríki

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert