Staðfest að líkið er af Hannah

Hannah Graham hvarf þann 13. september.
Hannah Graham hvarf þann 13. september.

Yfirvöld í Virginíu hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust nýlega séu af Hannah Graham, stúlku sem hvarf frá há­skól­an­um í Virg­in­íu 13. sept­em­ber. Hún var átján ára og á fyrsta ári í skól­an­um.

Líkið fannst 18. október sl. en ekki hafði verið staðfest að það væri af Hannah fyrr en í dag.

Þúsund­ir sjálf­boðaliða tóku þátt í leitinni að stúlk­unni. Í yfirlýsingu þökkuðu foreldrar Hönnu yfirvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni að dóttur þeirra. „Þrátt fyrir að hafa misst okkar dýrmætu Hönnu, þá mun ljósið sem hún bar aldrei vera slökkt.

Einn hef­ur verið hand­tek­inn vegna máls­ins. Sá er 32 ára karl­maður að nafni Jesse Matthew og hef­ur hann verið ákærður fyr­ir mann­rán. Myndir úr öryggismyndavélum sýndi hann ásamt Hönnu kvöldið sem hún hvarf.

Lög­regl­an í Virg­in­íu tel­ur að maður­inn, sem heit­ir Jesse Leroy Matt­hew, teng­ist einnig morði á Morg­an Harringt­on. Morg­an var tví­tug er hún var myrt árið 2009.

Telja lík stúlkunnar fundið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert