Hengd í fangelsi í Teheran

Af Facebooksíðu þar sem barist var fyrir því að aftakan …
Af Facebooksíðu þar sem barist var fyrir því að aftakan yrði stöðvuð.

Írönsk yfirvöld hafa tekið konu af lífi sem myrti karlmann sem hún sakaði um að hafa reynt að nauðga henni. Reyhaneh Jabbari, sem var 26 ára gömul, var hengd í fangelsi í Teheran, höfuðborg Írans, þrátt fyrir alþjóðlegt ákall um að stöðva aftökuna.

Jabbari var handtekin árið 2007 vegna morðsins á Morteza Abdolali Sarbandi, en hann var fyrrverandi starfsmaður írönsku leyniþjónustunnar, að því er segir á vef BBC.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að hún hafi verið sakfelld í kjölfar rannsóknar sem var stórgölluð. 

Í síðasta mánuði hófst herferð á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter þar sem írönsk yfirvöld voru beðinn um að fresta aftökunni. Í fyrstu virtist sem að tilganginum hefði verið náð. Ríkisfréttastofan Tasnim greindi aftur á móti frá því í dag, að búið væri að taka Jabbari af lífi eftir að ættingjum hennar mistókst að fá samþykki nánustu fjölskyldu hennar um frestun aftökunnar. 

Fram kemur að ekki hafi tekist að sanna fyrir dómi fullyrðingu Jabbari um að hún hefði myrt manninn í sjálfsvörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert