Mega giftast í sex ríkjum til viðbótar

AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna synjaði í dag áfrýj­un mála um bann við hjóna­bönd­um sam­kyn­hneigðra í sex ríkj­um. Þar með hef­ur dóm­stól­inn enn ekki ákveðið í eitt skipti fyr­ir öll hvort að ríki megi banna slík hjóna­bönd. Í kjöl­far þess­ar­ar ákvörðunar munu samkynhneigð pör hafa öll sömu réttindi og gagnkynhneigð pör í þessum ríkjum, og mega því giftast.

Með því að synja áfrýj­un mála sem snertu Alaska, Arizona, Idaho, Norður-Karólínu, Vestur-Virginíu og Wyoming, stend­ur ákvörðun lægra dóms­stigs sem hafði hafði hafnað banni við hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra í ríkj­un­um sex. Nú er tala þeirra ríkja þar sem samkynhneigð pör mega giftast því komin upp í 32, auk höfuðborgarinnar.

„Með hverju ríki sem löglega viðurkennir samkynhneigð pör þá færist þjóð okkar nær því að ná fullrétti fyrir alla Bandaríkjamenn,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við erum að vinna eins fljótt og auðið er með stofnunum og stjórnvöldum til að tryggja að samkynhneigð hjón í þessum ríkjum fái eins góðan og fjölbreyttan hag og mögulegt er samkvæmt lögum.“

Ákvörðun hæsta­rétt­ar þýðir að enn er ekki kom­in skýr niðurstaða í málið á al­rík­is­vísu, en samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar um málið er búist við því að tala þeirra ríkja sem heimila hjónabönd samkynhneigðra muni aukast á næstu misserum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert