Víst vaxa peningar á trjánum

Stærðin skiptir máli á hnetunum - því stærri, því verðmætari …
Stærðin skiptir máli á hnetunum - því stærri, því verðmætari - og þá er litur skeljarinnar einnig mikilvægur - því brúnni, því betri. AFP

Valhnetur í Kína hafa hækkað gríðarlega í verði undanfarin ár og er svo komið að kíló af valhnetum kostar meira en kíló af gulli. Í mörg ár hefur hnetan táknað velmegun og velgengni.

Li Zhanhua, hnetubóndi í Kína, segir að hneturnar séu mjög vinsælar meðal þeirra nýríku en efnahagur Kína hefur blómstrað undanfarin ár. Þá séu hnetur vinsælar í svarta hagkerfinu meðal mafíósa.

Fyrir áratug var Zhanhua fátækur bóndi sem ræktaði korn og hveiti. Hneturnar voru aðeins áhugamál. Nú á hann innflutta bíla, hús í borginni og tekur sér reglulega frí frá sveitastörfum. „Við hnetubændur erum þakklátir fyrir það sem hnetan hefur gert fyrir okkur. Fyrir nokkrum árum hefðum við hjónin ekki getað ímyndað okkur að við hefðum efni á því að gifta okkur – hvað þá kaupa íbúð í borginni,“ sagði Zhanhua í samtali við AFP-fréttaveituna, sem leit í heimsókn.

Li reiknar með að selja hnetur í ár fyrir 325 þúsund dollara eða 40 milljónir króna. Hver segir svo að peningar vaxi ekki á trjánum!

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert