Poroshenko heimsótti A-Úkraínu

Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór í óvænta heimsókn til austurhéraða landsins í morgun, en þar hefur verið styrjaldarástand síðustu mánuði. Í dag fara fram þingkosningar í landinu.

„Ég er kominn til Donbass,“ skrifaði Poroshenko á Twitter í morgun.

Á stór­um svæðum í aust­ur­hluta lands­ins eru kjörstaðir ekki opn­ir vegna aðgerða aðskilnaðarsinna. Í héruðunum Do­netsk og Luhansk eru lang­flest­ir kjörstaðir lokaðir og í Donetsk-borg er eng­inn kjörstaður op­inn. Um fimm millj­ón manns eru á kjör­skrá í þess­um tveim­ur héruðum, eða um 14% þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert