Tvísýnar forsetakosningar í Brasilíu

Afar lítill munur er á milli frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu sem fram fara í dag. Kosið er á milli núverandi forseta, Dilmu Rousseff, og Aecio Neves, forsetaefnis sósíaldemókrata. Um 140 milljónir manna eru á kjörskrá.

Flokkur Rousseffs hefur verið við völd í Brasilíu síðustu 12 ár. Hún sigraði nokkuð örugglega i síðustu kosningum en nú er hún í vörn. Óánægja kjósenda vegna efnahagssamdráttar og spillingar í stjórnkerfinu hefur orðið til þess að draga úr sigurlíkum hennar.

Brasilía er sjöunda stærsta efnahagsveldi heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert