Eldsprengjur, flugskeyti og táragas

Fleygt var eldsprengjum að lögreglumönnum í dag.
Fleygt var eldsprengjum að lögreglumönnum í dag. AFP

Mótmælendur létu til sín heyra í Mexíkóborg í dag þar sem þeir mótmæltu hvarfi 43 námsmanna sem hurfu fyrir næstum því tveimur mánuðum. 

Mótmælendur með grímur kveiktu í dekkjum, hentu eldsprengjum og notuðu flugskeytabyssur til þess að ráðast á lögreglumenn. Þeir svöruðu með táragasi. 

Fyrr í dag tepptu hundruðir mótmælenda aðalveginn að flugvelli borgarinnar í klukkutíma á meðan lögregla þurfti að sækja vegfarendur á leið til eða frá flugvellinum.

Borgaryfirvöld sá fyrir að mótmælin síðar um daginn  yrðu stór og aflýstu því árlegri skrúðgöngu sem fagnar byltingunni 1910. 

Hvarf námsmannana hefur reitt þjóðina til reiði sem hefur fengið sig fullsadda af spillingu, refsileysi og eiturlyfja stríði síðustu ára. Rúmlega 100 þúsund manns hafa látist eða horfið í stríðinu gegn eiturlyfjum í landinu síðustu átta árin. 

Þúsundir mótmæltu jafnframt í öðrum borgum Mexíkó eins og Ciudad Juarez, Puebla og Chilpancingo, en hún er einmitt höfuðborg fylkisins Guerrero þar sem námsmennirnir hurfu. Ofbeldi hefur lengi verið ríkjandi í fylkinu vegna glæpa, eiturlyfja og spilltra stjórnmálamanna.

Jafnframt mótmæltu þúsundir í Bólivíu og í El Salvador tóku 200 manns þátt í mótmælum.

Mexíkósta fótboltastjarnarn Javier Hernandez sem spilar fyrir Real Madrid setti mynd af sér inn á Twitter þar sem hann klæðist svartri hettupeysu, en svartur er einkennislitur mótmælanna. 

Náms­menn­irn­ir hurfu spor­laust í bæn­um Iguala, þar sem þeir ætluðu að taka þátt í mót­mæl­um í september. Mexí­kósk yf­ir­völd segja að glæpa­gengi í rík­inu hafi játað að hafa myrt náms­menn­ina og kveikt í lík­un­um. En lík­ams­leif­ar sem hafa fund­ist þar skammt frá hafa ekki enn verið tengd­ar við náms­menn­ina. Jafnframt hafa bæjarstjórahjónin í Iguala verið bendluð við hvarf fólksins.

Allt á suðupunkti í Mexíkó

„Kennið þeim lexíu“

Mótmælendur í Mexíkóborg í dag.
Mótmælendur í Mexíkóborg í dag. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert