Fegurðardrottningin borin til grafar

AFP

Fegurðardrottningin Maria Jose Alvarado og systir hennar Sofia Trinidad Alvarado voru bornar til grafar í Hondúras í dag. Unnusti Trinidad hefur nú viðurkennt að hafa skotið þær báðar til bana. Maria Jose var 19 ára en Sofia Trinidad 23 ára. 

Hvítt tjald var sett upp fyrir framan heimili fjölskyldu þeirra í bænum Santa Barbara og syrgjendur héldu bænavöku.

Það var mikið áfall fyrir hondúrsku þjóðina þegar systurnar fundust myrtar við bakka árinnar Aguagual á miðvikudaginn. Þá höfðu þær verið týndar í næstum því viku. 

Maria Jose, sem var krýnd ungfrú Hondrúas í apríl, átti að fljúga til London í gær til þess að taka þátt í Frú heimi.

Hondúrskir fjölmiðlar telja að unnusti Trinidad, Plut­arco Ruiz, sem var að halda upp á afmæli sitt kvöldið sem stúlkurnar hurfu, hafi reiðst unnustu sinni þegar hann sá hana dansa við annan mann. Talið er að hann hafi skotið hana í höfuðið og Maria Jose tvisvar í bakið. 

Hann var handtekinn ásamt vitorðsmanninum Aris Maldonando á þriðjudaginn. 

Maria Jose var á síðasta ári í háskóla þar sem hún lærði tölvunarfræði. Hún hafði keppt í fegurðarsamkeppnum frá unga aldri. 

Játaði að hafa myrt systurnar

Lágu hálfgrafnar í jörðina

Fjölmenni var við jarðarförina.
Fjölmenni var við jarðarförina. AFP
AFP
Móðir systrana syrgir við kistu Mariu í dag.
Móðir systrana syrgir við kistu Mariu í dag. AFP
AFP
Móðir systranna.
Móðir systranna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert