Vildi mann sem glímdi við veikindi

Chisako Kakeh
Chisako Kakeh AFP

„Svarta ekkjan“ svonefnda hefur fangað athygli japanskra fjölmiðla undanfarna daga en hún var handtekin fyrr í vikunni grunuð um að hafa myrt eiginmann sinn með blásýru. Nú herma fjölmiðlar að hún hafi þegar verið byrjuð að leita að næsta fórnarlambi, efnuðum eldri manni, áður en fjórði eiginmaðurinn var kaldur í gröfinni.

Chisako Kakehi, 67 ára, hefur fengið einn milljarð jena, rúman milljarð króna, í bætur úr tryggingunum og aðrar greiðslur í tengslum við andlát eiginmanna og ástmanna undanfarin tíu ár.

En Kakehi, sem geymdi peninga sína á mörgum mismunandi reikningum og ólíkum nöfnum, hafi hins vegar ekki ávaxtað sitt pund skynsamlega því hún hafi tapað miklu fé á spákaupmennsku með framvirkum samningum.

Svo virðist sem Kakehi tengist dauða sex manna hið minnsta á síðustu tveimur áratugum. Flestum þeirra kynntist hún í gegnum hjúskaparmiðlanir en þar óskaði hún eftir eiginmanni sem væri eignamaður en ætti engin börn.

Fljótlega eftir að fjórði og síðasti eiginmaður hennar, Isao Kakehi, lést í desember í fyrra var hún byrjuð að leita að nýju fórnarlambi. Samkvæmt fjölmiðlum í dag var lýsing hennar eftirfarandi: Eldri maður sem býr einn. Ekki verra ef hann glímir við veikindi.

Svört ekkja á ferðinni í Japan 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert