Dýrt myndi Colosseum allt

Hringleikhúsið í Róm er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi.
Hringleikhúsið í Róm er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. AFP

Rússneskur ferðamaður hefur verið dæmdur til að greiða 20.000 evrur í sekt, sem samsvarar þremur milljónum króna, fyrir skemmdarverk, en maðurinn var staðinn að því að rista upphafsstafi sína á vegg í hringleikhúsinu í Róm, sem er betur þekkt sem Colosseum.

Ferðamaðurinn, sem er 42 ára gamall, notaði oddhvassan stein til að rista bókstafinn K á veginn, en hann var um það bil 25 cm á hæð. 

Dómari dæmdi ferðamannin jafnframt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. 

Rússinn er fimmti gesturinn sem er sektaður á þessu ári fyrir að valda spjöllum í hringleikhúsinu fræga. Hinir fjórir voru ástralskir feðgar og tveir unglingspiltar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert