Blóðbað á blakmóti

Talibanar hafa hert aðgerðir sínar í Afganistan. Hér má sjá …
Talibanar hafa hert aðgerðir sínar í Afganistan. Hér má sjá lögreglumenn á vettvangi sjálfsvígssprengjuárásar sem var framin í Kabúl, höfuðborg landsins, í síðustu viku. AFP

Að minnsta kosti 40 létust þegar sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp þar sem verið var að halda blakmót í austurhluta Afganistans.

Talsmaður ríkisstjórans í Paktika segir í samtali við BBC að árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða þar sem hann var staddur á meðal hóps fólks sem hugðist fylgjast með mótinu. 

Um það bil 50 hafa særst. 

Fram kemur á vef BBC að talibanar hafi að undanförnu sótt í sig veðrið og gert fleiri árásir í landinu. Þetta tengist fyrirhuguðu brotthvarfi erlendra hersveita frá landinu í lok árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert