Hlýnun ýtir undir fátækt í heiminum

Hlýnun jarðar getur dregið úr matvælaframleiðslu sumstaðar á jörðinni.
Hlýnun jarðar getur dregið úr matvælaframleiðslu sumstaðar á jörðinni. KAREN BLEIER

Hlýnun loftslags í heiminum ógnar þeim árangri sem náðst hefur til að draga úr fátækt í heiminum. Þetta kemur fram í skýrslu frá Alþjóðabankanum um áhrif loftslagsbreytinga.

Í skýrslunni segir að hlýnun á jörðinni muni draga úr uppskeru víða um heim. Hlýnun um tvær gráður muni t.d. draga úr sojabaunauppskeru um 70% í Brasilíu. Erfiðara verði fyrir fólk að fá nægt vatn til landbúnaðarframleiðslu. Hætta sé á að bráðnun jökla muni kippa fótum undan lífsafkomu fjölda fólks sem býr við ströndina.

Í skýrslunni segir að á síðustu árum hafi víða náðst mikill árangur í baráttu gegn fátækt í heiminum. Ef hitastig á jörðinni hækki um 1,5 stig muni það grafa undan þessum árangri. Það sé skelfileg tilhugsun ef hlýnunin á næstu 100 árum árum verði 4 gráður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert