Þóttist vera dáinn og lifði af

Rútan sem hryðjuverkamennirnir stöðvuðu.
Rútan sem hryðjuverkamennirnir stöðvuðu. AFP

Grunnskólakennari, sem lifði af þegar að hryðjuverkamenn myrtu 28 manns í Kenía í gær, þóttist vera dáinn og var hann því ekki skotinn. Árásarmennirnir eru meðlimir í hryðjuverkasamtökunum al-Shabab. Þeir stöðvuðu rútu á leið til Naíróbí og tóku alla þá sem gátu ekki farið með texta úr Kóraninum út og létu þá leggjast á jörðina. Síðan skutu þeir fólkið eitt af öðru.

Maðurinn sem lifði af heitir Douglas Ochwodho og er ekki múslími. Honum var skipað að yfirgefa rútuna og leggjast á jörðina. Tveir menn hófu þá að skjóta fólkið. Ocwodho lá alveg kyrr og þar sem blóð úr öðrum fórnarlömbum hafði farið á hann héldu hryðjuverkamennirnir að búið væri að skjóta hann. The Independent segir frá þessu.

Eftir að hryðjuverkamennirnir yfirgáfu svæðið gat kennarinn hlaupið niður veginn og stöðvað trukk sem flutti hann til bæjarins Mandera. 

Sextíu voru í rútunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru nítján menn og níu konur myrt. Sautján þeirra voru kennarar. 

Vilja hefja trúarbragðastríð

Tóku 28 ferðamenn af lífi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert