Rúmlega 40 hryðjuverkaárásir stöðvaðar

Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands.
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands. AFP

Breskar leyniþjónustu- og öryggisstofnanir hafa komið í veg fyrir yfir 40 tilraunir til hryðjuverka í Bretlandi frá árinu 2005. Þetta er haft eftir Teresu May, innanríkisráðherra Breta, á fréttavef bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky.

Haft er ennfremur eftir ráðherranum að Bretland stæði frammi fyrir fjölbreyttri hryðjuverkaógn. Framsókn Ríkis íslams hafi virkað hvetjandi á öfgamenn í röðum Breta. May sagði að hryðjuverkin sem komið hafi verið í veg fyrir væru meðal annars byssuárásir á götum úti, tilraun til þess að sprengja upp kauphöllina í London, árásir á farþegaflugvélar og tilraunir til þess að myrða breskan sendiherra og breska hermenn.

Ráðherrann upplýsti ennfremur að 733 handtökur hafi verið framkvæmdar síðan 2010 í tengslum við varnir gegn hryðjuverkum. Þar af hefðu 138 einstaklingar verið dæmdir í fangelsi og 13 verið framseldir til annarra ríkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert