Ólæknandi vírus greinist í Noregi

Wikipedia

Tilfelli hafa komið upp í Noregi þar sem sjúklingar hafa greinst með vírusinn D68 en hann getur til að mynda leitt til lömunar og er ekki til lækning við honum. Fram kemur í frétt AFP að um fá tilfelli sé þó enn sem komið er að ræða samkvæmt upplýsingum frá Lýðheilsustofnun Noregs.

Haft er eftir norska Trude Arnesen hjá Lýðheilsustofnuninni að vírusinn geti smitast bæði við snertingu og með hósta. Hægt sé að draga úr líkunum á smiti með góðu hreinlæti þegar komi að höndum og hósta. Vírusinn finnst oftast í börnum eða ungmennum og hefjast veikindin með vægum einkennum eins og hita og verkjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert