Settu ebólu-smituð lík út á götu

AFP

Starfsmenn sem unnið hafa við að grafa lík fólks sem látist hefur vegna ebólu-veirunnar í austurhluta Síerra Léone voru reknir í dag eftir að hafa tekið lík úr líkhúsi og skilið þau eftir á götu í borginni Kenema. Uppátækið var liður í kjarabaráttu mannanna.

Fram kemur í frétt AFP að mennirnir hafi lýst yfir eins dags verkfalli þar sem þeir hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þeir skildu eftir á annan tug líka á götu fyrir framan sjúkrahúsið í borginni. Mennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að nota líkin í kjarabaráttu sinni og þar með að sýna hinum látnu ekki viðeigandi virðingu.

Ennfremur segir að ebólu-veiran geti áfram smitast úr líkum fólks sem er nýlega látið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert