Aftakaveður í Brisbane

Mikið hreinsunarstarf er framundan í áströlsku borginni Brisbane eftir aftakaveður sem gekk yfir suðausturhluta Queensland í gær. Haglél á stærð við golfbolta er meðal þess sem olli tjóni í borginni.

Um 90 þúsund heimili voru án rafmagns en tré og rafmagnslínur létu undan en vindhraðinn á þessum slóðum mældist 38 metrar á sekúndu. Samgöngur voru einnig lamaðar. 

Samkvæmt BBC er tjónið metið á um 100 milljónir ástralskra dala, tæpa 11 milljarða króna en veðrið er það versta sem hefur gengið yfir Brisbane í rúm 30 ár að sögn samgöngumálaráðherra Ástralíu. Tólf slösuðust í óveðrinu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert