Ætla í verkfall á annan í jólum

Flugliðar EasyJet í Frakklandi ætla í verkfall á annan í …
Flugliðar EasyJet í Frakklandi ætla í verkfall á annan í jólum. AFP

Flugliðar EasyJet í Frakklandi ætla að fara í verkfall annan í jólum, en starfsmennirnir eru óánægðir með miklar breytingar á vöktum og krefjast þess að fá aukinn hlut í hagnaði félagsins. Um 600 flugliðar starfa hjá fyrirtækinu í Frakklandi, en enn á eftir að koma í ljós hversu margir þeirra taka þátt í verkfallinu. 

EasyJet áætlar að innan við helmingur flugferða þennan dag muni falla niður, en það verður þó ekki ljóst fyrr en á þriðjudaginn, þar sem flugstarfsmenn þurfa að tilkynna verkfall með 48 klukkustunda fyrirvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert