Íspönnukökur í skoskri á

Skjáskot af vef CNN

Í nýlegu kuldakasti við laxveiðiána Dee í Skotlandi mynduðust furðulegir klakadiskar. Greint er frá þessu á vef CNN. Líffræðingurinn Jamie Urquart uppgötvaði íspönnukökurnar og myndaði þær. Óvíst er hvers vegna ísinn tók á sig þessa mynd en getgátur eru uppi um að um sé að ræða sjaldgæft fyrirbrigði þar sem froða frýs í hringiðum.

„Hugsanlega stækkaði hver diskur þegar hlutar af ófrosinni froðu komust í snertingu við diskinn, aðlöguðust og frusu,“ stendur á heimasíðu The River Dee Trust um fyrirbærið.

Þar skrifar Joanna Dick, starfsmaður The River Dee Trust, að háir kantar diskanna séu án efa komnir til vegna árekstra við aðra diska og sömuleiðis rákirnar innan við kantana.

„Lofthiti er lægri að nóttu til vegna heiðskírs himins en hlýrri yfir daginn sem þýðir að diskarnir gætu hafa vaxið yfir nótt. Yfir daginn mýktust þeir í sólinni. Það olli frekari árekstrar milli „pönnukakanna“ og þar með ýttust kantarnir upp,“ skrifar Joanna. „Næstu nótt hefur frekari vöxtur átt sér stað sem síðan myndaði annan kant næsta dag.“

Slíkar pönnukökur hafa fundist við suðurskautið og í Eystrasalti en þetta mun í fyrsta skipti sem þær sjást við ána Dee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert