Enn sprengt í Malmö

Sænskir lögreglumenn að störfum. Úr safni.
Sænskir lögreglumenn að störfum. Úr safni.

Sprengja sprakk í Malmö í Svíþjóð aðra nóttina í röð. Sænska ríkisútvarpið segir að sprenging hafi orðið við fasteignafélag í Rosengård í borginni. Hvellurinn heyrðist víða og höfðu margir samband við lögregluna vegna málsins.

Lögreglan segir að klukkan 4:13 í nótt að staðartíma hafi margir haft samband, en sprengingin varð við Ramels-götu. Í fyrrinótt sprakk önnur sprengja við sama skrifstofuhúsnæðið. 

Margar rúður brotnuðu, auk þess sem skemmdir urðu á nálægum byggingum. Ekki liggur fyrir hvort nokkurn hafi sakað. 

Rannsókn lögreglu stendur yfir er ekki er loku fyrir það skotið að sprengingarnar tengist. 

Grunur leikur á að árásirnar tengist útburði tveggja fjölskylda úr íbúðarhúsnæði.

Sprengingar í Malmö

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert