Myrti lögreglumann í Flórída

Alls hafa þrír lögreglumenn fallið fyrir hendi byssumanna í Bandaríkjunum …
Alls hafa þrír lögreglumenn fallið fyrir hendi byssumanna í Bandaríkjunum um helgina. Myndin er úr safni. AFP

Lögreglumaður við skyldustörf var skotinn til bana í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Lögreglan segir að atvikið hafi átt sér stað í Tarpon Springs, sem er um 50 km norðvestur af borginni Tampa.

Maður er í haldi lögreglunnar en hún hefur ekki veitt upplýsignar um hann eða hvers vegna ráðist var á lögreglumanninn. Hann hét Charles Kondek og var 45 ára gamall. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Hann var skotinn eftir að hafa farið í útkall um kl. tvö í nótt að staðartíma. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. 

Síðdegis í gær voru tveir einkennisklæddir lögreglumenn skotnir til bana er þeir voru við skyldustörf í New York. Byssumaðurinn framdi sjálfsvíg í framhaldinu. Lögreglan segir að hann hafi gefið til kynna á Instagram-samskiptamiðlinum að hann ætlaði að myrða lögreglumenn til að hefna fyrir dráp lögreglu á óvopnuðum þeldökkum mönnum. 

Byssumaðurinn í Flórída flýði af vettvangi á bifreið en hún hafnaði á staur og öðru ökutæki. Maðurinn var handtekinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert