Danska lögreglan skaut mann til bana

Wikipedia/Heb

Danska lögreglan skaut karlmann til bana í gærmorgun í bænum Høng á Sjálandi. Fram kemur í dönskum fjölmiðlum að takmarkaðar upplýsingar hafi fengist um aðdraganda málsins eða nákvæmlega hvað gerðist en málið sé í rannsókn.

Vitað er að karlmaður var skotinn í brjóstið og lét lífið í kjölfarið af sárum sínum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það sé í rannsókn. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.dk að sjaldgæft sé að fólk láti lífið í Danmörku af hendi lögreglunnar.

Þannig hafi einungis 11 manns látið lífið með þeim hætti á árinum 1996-2006. Þar af fjórir á árinu 2006. Á sama tímabili skaut danska lögreglan 163 skotum. Þar með talið viðvörunarskotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert