Sá kærustuna aldrei aftur

Andy Chaggar var í jólafríi á eyjunni Khao Lak ásamt kærustu sinni Nova Mills árið 2004. Flóðbylgja skall á kofanum þar sem þau dvöldu og sá Chaggar Nova aldrei aftur.

„Ég man eftir að hafa vaknað og kofinn skalf. Hann hristist sífellt meira og Nova var þegar staðin upp. Hún horfði í kringum sig og reyndi að átta sig á því sem var í gangi,“ segir Chaggar í samtali við AFP-fréttaveituna.

Eftir skamma stund skall flóðbylgjan á kofanum og eftir það hefur Chaggar ekki séð Nova. Hann hafnaði í vatninu og segir að það hafi verið líkt og að þeytast um í þvottavél. Það var mikill kraftur í vatninu og afar erfitt að synda.

Chaggar var að lokum bjargað og dvaldi hann á sjúkrahúsi í nokkrar vikur þar sem hann gekkst undir nokkrar aðgerðir á fæti. Það tók hann þó mun lengri tíma að ná andlegri heilsu. Hann sneri aftur til Taílands árið 2005 til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi.

Chaggar hefur einnig fundið ástina á ný og gekk í hjónaband árið 2012.

Nú var von á flóðbylgju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert