Mikilli snjókomu spáð og stormi

Frá New York í gær.
Frá New York í gær. AFP

Spáð hefur verið mikilli snjókomu og stormi í norðausturhluta Bandaríkjanna á morgun sem meðal annars muni ná yfir borgirnar New York og Boston. Fram kemur í frétt AFP að búist er við að snjódýptin verði um 30 cm og búa íbúar á svæðinu sig undir veðrið.

Ennfremur kemur fram að veðurstofa Bandaríkjanna hafi sagt að hugsnalega yrði um „sögulegan“ storm að ræða sem yrði líklega til þess að farþegaflug félli niður og jafnvel að flugvöllum yrði lokað þegar líða færi á morgundaginn og fram á þriðjudag. Talið er að veðursins verði einnig vart í borgunum Philadelpia og Washington. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert