Viðræðum við aðskilnaðarsinna frestað

Denis Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk í Austur-Úkraínu.
Denis Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk í Austur-Úkraínu. EPA

Ekkert varð af friðarviðræðum milli aðskilnaðarsinna og stjórnvalda í Úkraínu sem áttu að hefjast í dag. Boðað hafði verið til fundar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, en fulltrúar stjórnvalda í Kænugarði létu ekki sjá sig.

Denis Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna, sagði við fjölmiðla að ekkert yrði af fundinum. Viðræðunum yrði frestað um óákveðinn tíma. 

Áður höfðu úkraínsk stjórnvöld óskað eftir því að hefja viðræður við tvo hópa aðskilnaðarsinna um hvernig binda ætti enda á átökin sem geisað hafa í austurhluta Úkraínu seinustu tíu mánuði. Fulltrúar rússneskra stjórnvalda og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu áttu einnig að sitja fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert