40 látnir á einum sólarhring

Úkraínskir hermenn undir brú í Donetsk.
Úkraínskir hermenn undir brú í Donetsk. EPA

Í það  minnsta 40 manns hafa látist í átökum úkraínskra hermanna og aðskilnaðarsinna síðan á síðastliðnum sólarhring samkvæmt BBC. Fulltrúar Úkraínu og Rússlands auk fulltrúa aðskilnaðarsinna eru samankomnir í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlans til að ræða tillögur um vopnahlé og fangaskipti.

Mannfallið hefur hinsvegar sett sitt mark á viðræðurnar sem eru sagðar í miklu uppnámi enda þverbrjóta átökin samning um vopnahlé sem gerður var í september, einnig í Minsk. Samkvæmt AFP hefur viðræðunum þegar verið slitið, án þess að árangur hafi náðst.

Úkraínsk yfirvöld segja 15 hermenn og 12 óbreytta borgara hafa látist og aðskilnaðarsinnar segja 13 úr sínum röðum hafa fallið.

Þeir síðarnefndu segjast einnig hafa tekið yfir bæjinn Vuhlehirsk og umkringt Debaltseve sem er lykilsvæði hernaðarlega séð, en úkraínsk heryfirvöld hafna þeim yfirlýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert