Skotum hleypt af í Kaupmannahöfn

Skjáskot af vef Berlingske Tidende.

Tugum skota hefur verið hleypt af við leikhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Talið er að þrír lögreglumenn hafi orðið fyrir skoti. Byssumennirnir leika enn lausum hala. Danska lögreglan hefur staðfest að um hryðjuverkaárás er að ræða.

Í menningarhúsinu fór í dag fram ráðstefna um list, tjáningarfrelsi og guðlast.

Á meðal gesta á ráðstefnunni voru sænski teiknarinn Lars Vilks, sem hefur teiknað umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð, sem og sendiherra Frakklands í Danmörku.

Vilks er þekktur gagnrýnandi íslamstrúar.

Jørgen Petersen lögreglustjóri segir við Ekstra Bladet að lögreglan telji að um morðtilraun við Lars Vilks hafi verið að ræða. Hann segir einnig að árásarmennirnir hafi verið dönskumælandi og svartklæddir.

Franski sendiherrann sagði á Twitter að hann hefði komist lífs af. Fregnir herma að danskir öryggislögreglumenn hafi komið Vilks út bakdyramegin, heilum á húfi.

Talið er að tuttugu til fjörutíu skotum hafi verið hleypt af. Byssumennirnir voru líklegast tveir og leika þeir enn lausum hala. Franski sendiherrann var tiltölulega nýbúinn að halda ræðu þegar skothríðin hófst. 

Vitni segja að fólk hafi kastað sér á gólfið og undir borð um leið og skothríðin hófst. Töluvert er um vopnaða lögreglumann á svæðinu og er viðbúnaður gríðarlegur.

Uppfært kl. 16:10:

Danska lögreglan hefur staðfest að um hryðjuverkaáras er að ræða.

Vitni segja að árásarmaður hafi komið inn í anddyri leikhússins, vopnaður sjálfvirkum riffli, og hafið skothríð. Lögreglan svaraði skothríðinni og var fjölmörgum, tugum, skota hleypt af. Árásarmaðurinn var grímuklæddur og hélt áfram að skjóta þegar hann flúði af vettvangi. Hann á að hafa hrópað á erlendu tungumáli sem líkist arabísku.

Uppfært kl. 16:22:

Jørgen Petersen lögreglustjóri segir að lögreglan telji að um morðtilraun hafi verið að ræða. Árásin hafi beinst að Lars Vilke og ætlunin að ráða hann af dögum. Hann segir að árásarmennirnir hafi verið tveir, þeir hafi verið svartklæddir og dönskumælandi.

Frétt Ekstra Bladet

Myndskeið TV2 af vettvangi

Skjáskot af vef Ekstra Bladet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert