Þúsund manns í hættu

Mynd frá ítölsku strandgæslunni sem sýnir aðstæður á Miðjarðarhafi í …
Mynd frá ítölsku strandgæslunni sem sýnir aðstæður á Miðjarðarhafi í gær. AFP

Umfangsmikil björgunaraðgerð er nú í gangi á Miðjarðarhafi þar sem ítalska strandgæslan reynir að koma um 1.000 flóttamönnum til bjargar. Þegar er búið að koma að minnsta kosti 130 til bjargar.

Fréttir hafa borist af því að vopnaðir menn, sem voru um borð í hraðbátum, hafi ógnað björgunarsveitum á vettvangi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Um 300 flóttamenn fórust á Miðjarðarhafi í síðustu viku. Fólkið hafði reynt að sigla yfir til Evrópu frá Líbíu. Það var um borð í litlum bátum en lenti í miklum vandræðum þegar óveður gekk yfir svæðið. 

Aðgerðirnar í dag eiga sér stað suður af ítölsku eyjunni Lampedusa.

Eins og greint hefur verið frá, þá vann áhöfnin á varðskipinu Tý frækilegt björgunarafrek í gærkvöldi og í nótt djúpt norður af Líbíu. Þá bjargaði áhöfnin alls 184 flóttamönnum um borð í varðskipið af tveimur litlum gúmmíbátum.  

Auk þess voru 100 flóttamenn sem bjargað hafði verið af ítölsku varðskipi ferjaðir þaðan yfir í varðskipið Tý til aðhlynningar.  Alls eru því 284 flóttamenn um borð í varðskipinu Tý sem nú siglir áleiðis til Ítalíu og áætlar komu til hafnar í Augusta á Sikiley um miðjan dag í dag.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert