Tveir féllu í sprengjuárás í Úkraínu

Af vettvangi í Kharkiv í dag.
Af vettvangi í Kharkiv í dag. EPA

Í það minnsta tveir létu lífið, þar af einn lögreglumaður, og tíu manns særðust í sprengjuárás í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í dag. Sprengjan sprakk í miðborg Kharkiv um miðjan dag þar sem fjöldi manna var kominn saman til að minnast þess að eitt ár er liðið frá óeirðunum á Maiden-torgi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Óeirðirnar urðu til þess að Viktor Janúkovítsj var steypt af stóli sem forseta Úkraínu.

Kharkiv er næststærsta borg Úkraínu.

Bæði stjórn­völd í Úkraínu og aðskilnaðarsinn­ar í aust­ur­hluta lands­ins hafa samþykkt að flytja þunga­vopn sín frá víg­lín­unni í sam­ræmi við vopna­hléið sem er í gildi, eins og fram hefur komið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert