Sex ára fangelsi fyrir ofbeldið

Kona í Hong Kong var í dag dæmd í sex ára fangelsi fyrir að hafa beitt indónesíska þernu, sem starfaði á heimili hennar, ofbeldi.

Þegar dómarinn las upp dóminn í morgun hvatti hann til þess að lögum verði breytt þannig að erlent farandverkafólk búi við meira öryggi.

Kon­an, Law Wan-tung, var dæmd sek um 18 ákæru­atriði af 20, þar á meðal að hafa veitt þern­unni al­var­lega áverka, svikið hana um laun og brotið gegn henni á ýms­an hátt. 

Mál þern­unn­ar, Erwiönu Sulisty­an­ingsih, vakti heims­at­hygli á síðasta ári er hún var lögð inn á sjúkra­hús við kom­una heim vegna al­var­legra áverka sem Law hafði veitt henni. 

Sulistyaningsih sagði við dómsuppkvaðninguna vera ánægð og þakklát dómnum en hún teldi að sex ár væri ekki nægjanlega langur dómur. 

Am­nesty In­ternati­onal hef­ur vakið at­hygli á því að þern­ur séu í raun þræl­ar í Hong Kong og þurfi oft að þola grimmi­leg­ar aðstæður í starfi sínu. Fólkið er lokkað til starfa með gylli­boðum. Dæmi eru um að skil­ríki þeirra séu síðan tek­in og það látið vinna óhóf­lega fyr­ir mjög lág laun.

Dómarinn, Amanda Woodcock, sagði þegar hún kvað upp dóminn að Law Wan-tung hafi ekki sýnt Sulistyaningsih eða öðru útlendu starfsfóli vott af samúð. „Law leit niður á starfsfólk sitt,“ sagði Woodcock.

„Það er sorglegt að þetta framferði er ekki sjaldgæft og því miður endar það oft sem sakamál.“

Dómarinn hvatti yfirvöld í Hong Kong og Indónesíu til þess að rannsaka vinnumiðlarnir sem láta atvinnuleitendur greiða háar fjárhæðir í þóknanir sem eru síðan dregnar af launum þeirra. 

Var eins og skugginn af sjálfri sér

Þegar hún ræddi um meðferðina á Sulistyaningsih sagði hún að þernan hafi fengið litla hvíld, svefn og næringu sem gerði það að verkum að hún leit út eins og skugginn af sjálfri sér.

Sulistyaningsih, 24 ára, lýsti því við réttarhöldin í desember hvernig hún hafi fengið eitthvað smávegis af brauði og hrísgrjónum að  borða, hún hafi sofið fjóra tíma á sólarhring og misþyrmt svo hrottalega af Law að hún missti meðvitund.

Við réttarhöldin kom fram hvernig Law, sem er tveggja barna móðir á fimmtugsaldri, hafi breytt einföldum heimilistækjum í vopn. Til að mynda kútum, herðatrjám og reglustikum.

Woodcock gerði aðstæður þerna að umtalsefni við dómsuppkvaðninguna. Það að þær þurftu að búa á heimilum vinnuveitenda gerði þær að skotspæni árása og þær sætu fastar í gildrunni. því þær gætu ekki farið eitt eða neitt því þær verði að greiða skuld sína við vinnumiðlunina. 

Myndir af Sulistyaningsih frá sjúkrahúsinu í Indónesíu í janúar í fyrra snertu marga og beindu kastljósinu að ömurlegum aðbúnaði þerna frá Filippseyjum og Indónesíu í Hong Kong. Þar starfa um 300 þúsund þremur frá þessum löndum.

Dæmd sek um að hafa beitt þernu ofbeldi

Erwiana Sulistyaningsih
Erwiana Sulistyaningsih AFP
Fætur Erwiana Sulistyaningsih eru þaktir örum eftir barsmíðar fyrrverandi vinnuveitenda …
Fætur Erwiana Sulistyaningsih eru þaktir örum eftir barsmíðar fyrrverandi vinnuveitenda hennar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert