Vill að „Jihadi John“ náist lifandi

„Jihadi John“/Mohammed Emwazi.
„Jihadi John“/Mohammed Emwazi. EPA

Ekkja manns sem var tekinn af lífi af grímuklæddum liðsmanni Ríki íslams, „Jihadi John“, segir að hún vilji að hann náist lifandi. Í gær var upplýst um hver böðullinn er en hann er breskur tölvunarfræðingur, Mohammed Emwazi.

Í viðtali við BBC segir Dragana Haines að það síðasta sem hún vilji sé að „Jihadi John“ fái að deyja með „sæmd“. Eiginmaður hennar, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, var í haldi Ríki íslams í fyrra og var tekinn af lífi af „Jihadi John“ en aftakan var tekin upp og sýnd á netinu.

Þar sést „Jihadi John“ afhöfða Haines en auk þess hafa birst fleiri myndskeið þar sem böðullinn sést afhöfða fleiri vestræna gísla. Í gær birtu fjölmiðlar upplýsingar um hver böðullinn er en breska lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver hann og vísar að sögn BBC til rannsóknar sem standi nú yfir.

Emwazi, sem er fæddur í Kúveit, er 27 ára og menntaður í Lundúnum. Breska leyniþjónustan hefur vitað af honum í talsverðan tíma en hann birtist fyrst á myndskeiði frá Ríki íslams í ágúst þar sem hann sést afhöfða bandaríska blaðamanninn, James Foley.

Jafnframt er talið víst að hann hafi einnig tekið að sér hlutverk böðulsins við aftökur Haines, bandaríska blaðamannsins Steven Sotloff, breska leigubílstjórans Alan Henning og bandaríska hjálparstarfsmanninn Abdul-Rahman Kassig, sem einnig er þekktur undir nafninu Peter.

Ekkja Haines segir í viðtali við BBC: „Ég vona að hann náist á lífi.“

Hún segir að það sé það sem fjölskyldur þeirra sem hann myrti vilji. Því ef hann verður drepinn í bardaga þá deyi hann með sæmd og það sé það síðasta sem hún geti hugsað sér fyrir mann eins og hann. „Ég tel að hann eigi að hljóta makleg málagjöld en ekki á þann hátt.“

Leið best við að hjálpa öðrum

Blaðamann bíða fyrir utan heimili Mohammed Emwazi í London í …
Blaðamann bíða fyrir utan heimili Mohammed Emwazi í London í þeirri von að komast að einhverju um böðulinn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert